Þjóðverjar herða tökin á landamærum Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 17:00 Staða Olafs Scholz er ekki góð. Maryam Majd/Getty Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi. Þýskaland Flóttamenn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi.
Þýskaland Flóttamenn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira