Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 16:03 Gervigreindartækni á að spila stóra rullu í nýjustu kynslóð iPhone en ekki strax. Getty/Jaap Arriens Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“. Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm. Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm.
Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira