Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 08:55 Nemandi við Apalachee-framhaldsskólann faðmar prest daginn eftir skotárásina mannskæðu í síðustu viku. Vísir/EPA Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum hringdi í skólann og varaði við „bráðri neyð“ rétt fyrir árásina. Hún hvatti skólaráðgjafa til að fara og finna son hennar strax. Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent