„Þetta má aldrei gerast aftur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 19:19 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kallar eftir þjóðarátaki. Vísir/Bjarni Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira