„Þetta má aldrei gerast aftur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 19:19 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kallar eftir þjóðarátaki. Vísir/Bjarni Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira