Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. september 2024 15:31 Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun