Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Arnar Skúli Atlason skrifar 7. september 2024 15:56 Úr leik liðanna fyrr í sumar. vísir/HAG Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. Partýið hófst strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir sendi boltann yfir varnarmenn Fylkis og þar var Elísa Bríet Björnsdóttir sloppin í gegn og lagði boltann framhjá markmanni Fylkis og staðan strax orðinn 1-0. Veislan hélt áfram og Tindastóll komst í 2-0 á 20. mínútu leiksins og uppskriftin var svipuð, löng sending úr vörninni en núna frá Elise Anne Morris og Elísa Bríet aftur mætt ein á móti markmanni Fylkis og núna vippaði hún boltanum yfir markmanninn og Tindastóll í draumalandi. Tindastóll hélt áfram og Fylkiskonur voru í allskyns vandræðum. Á 27 mínútu leiksins braust Jordyn Rhodes upp vinstri vænginn og eftir klafs í teignum barst boltinn út á Gabrielle Johnson sem smellti honum í samskeytin fjær, óverjandi fyrir markmann Fylkis. Staðan 3-0 fyrir TIndastól. Þannig stóðu leikar í hálfleik, Tindastóll með öll tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, Tindastóll með tök á leiknum og Fylkir að rembast eins og rjúpa við staur að skapa eitthvað þegar þær fóru fram en þeim gekk illa að opna lið Tindastóls. Tindastóll fékk færi til að bæta við mörkum og björguðu Fylkiskonur tvisvar sinnum á línu í seinni hálfleik og einu sinni bjargaði stöngin gestunum. Hvorugt liðið skoraði í seinni hálfleik og vann Tindastóll þægilegan sigur í dag. Með sigrinum felldu þær ekki bara Fylkisliðið heldur féll lið Keflavíkur einnig í dag. Tindastóll spilar í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Atvik leiksins Elísa Bríet skoraði strax eftir 50 sekúndur í dag eftir sendingu frá Laufey Hörpu yfir varnarmenn Fylkis, Halldór Jón sagði fyrir leik að það væri planið að fara á bakvið þær og það tókst í fyrstu sókninni hjá Tindastól Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins: Tindastóls liðið var frábært í dag frá A-Ö, Sóknarmennirnir lúsiðnir allan leikinn, miðjumenn unnu sína bolta og varnarlínan gaf ekki opið færi á sér allan leikinn. Monica Wilhelm varði þau skot sem komu og var örugg í sínum aðgerðum. Tinna Brá Magnúsdóttir var frábær í markinu hjá Fylki í dag og kom í veg fyrir að þetta færi verr. Skúrkarnir: Er lið Fylkis sem mætti ekki til leiks í dag og átti mjög dapran leik í 90 mínútur. Vont að hitta á svona slæman dag þegar það er svona mikið undir. Stemning og umgjörð 313 áhorfendur í dag, fullt af fólki úr Árbænum, mikið af Skagfirðingum, gott veður, fullt af mörkum og frábærar veitingar. Umgjörð sem fær 10 af 10. Dómarar [8] Birgir Þór og hans aðstoðarmenn voru hreint frábærir í dag og stigu heldur betur ekki feilspor, best dæmdi leikurinn í sumar á Sauðárkróksvelli. Gunnar Magnús: „Hundfúlt að falla en frammistaðan engan veginn nógu góð“ Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis var heldur daufur eftir tap síns liðs í dag og þar með ljóst á Fylkir fellur í Lengjudeildina. „Vonbrigði, hundfúlt að vera fallnar, en frammistaðan í dag var engan veginn nógu góð og Tindastóll átti þennan sigur verðskuldaðan, við mættum bara ekki til leiks, það sem við lögðum upp með það var ekki farið eftir því.” Gunnari fannst liðið sitt ekki fylgja leikplaninu í dag nægilega vel og vonbrigðin leyndu sér ekki á meðan leik stóð. „Stólarnir eru þekktar fyrir þessa löngu bolta úr öftustu línu og við lögðum mikla áherslu á það að loka á það, að loka á þessar sendingar og við gerðum það ekki og það bauð hættunni heim, við vissum þetta og vorum búnar að fara vel yfir þetta, þess vegna eru vonbrigðinn ennþá meiri að fá þessi tvö mörk á móti Tindastól sem eru öflugar varnarlega, þá er erfitt að brjóta þær aftur sem reyndist svo raunin.” „Þegar Tindastóll sem er mjög skipulagt og þétt tilbaka, það er erfitt að brjóta þær aftur, möguleikarnir liggja í breiddinni og við vorum ekki einu sinni að gera það, sem að við lögðum líka upp með þær eru þéttastar fyrir á miðsvæðinu, það er eins og ég segi þetta var bara þessi dagur því miður að hitta á svona slæman dag tökum ekkert af tindastól, þær voru meira klárar í þennan leik, það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða hvernig stendur á því að við vorum ekki meira tilbúnar í þennan leik eins og undarfarnir leikir sem við höfum mætt sem lið sem hefur verið að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og því miður er þetta rannsóknarefni afhverju það var ekki í dag.” Fylkiskonur ætla að klára leikinn við Keflavík og ætla þær að njóta þess að spila fótbolta. Samningurinn við Gunnar rennur út eftir sumarið og er framtíð hans með lið Fylkis óráðinn hvort hann taki slaginn í Lengju deildinni eða ekki. Donni: „Á skalanum 0-10 er ég svona 15“ Halldór Jón (Donni) þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður með sigurliðsins í dag. Komust yfir strax í upphafi og voru betri á öllum sviðum fótboltans. „Á skalanum 0-10 er ég svona 15, ég er bara þar, ég er yfir mig hamingjusamur með leikinn í dag í heild sinni, frábærir áhorfendur, fengu fullt af fólki, frábær umgjörð og stelpurnar frábærar eins og þeim einum er lagið.” Leikplanið gekk upp í dag hjá liði Tindstóls, Donni vildi að liðið sitt færi á bakvið vörn Fylkis og það bara árangur strax eftir 50 sekúndur þegar liðið hans var komið yfir. „Það lá ansi vel fyrir okkur, virkilega vel gert, Elísa Bríet með flott hlaup og vel kláraða og setti svolítið tóninn, við ætluðum að koma út með mikla orku og stelpurnar gerðu það, ég gerði náttúrulega ekki rassgat í þessum leik, stelpurnar eiga allt hrós skilið, ógeðslega flottar og eiga svo sannarlega skilið að spila í þessari deild, fullt af leikjum sérstaklega hérna heima sem við áttum að gera betur í og fá meira úr, núna fáum við nákvæmlega næsta ár að gera nákvæmlega það að fá meira út úr leikjunum heima og úti, því við erum áfram í þessari geggjuðu deild sem er alveg stórkostlegt. Samningurinn hans Donna rennur út eftir tímabilið og á hann eftir að ræða við Adam Smára formann Tindastóls um framhaldið. Hann bætti við að mótið væri ekki búið og ætlar liðið að bjóða uppá góða frammistöðu á móti Stjörnunni í seinasta leik sumarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Fylkir
Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. Partýið hófst strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir sendi boltann yfir varnarmenn Fylkis og þar var Elísa Bríet Björnsdóttir sloppin í gegn og lagði boltann framhjá markmanni Fylkis og staðan strax orðinn 1-0. Veislan hélt áfram og Tindastóll komst í 2-0 á 20. mínútu leiksins og uppskriftin var svipuð, löng sending úr vörninni en núna frá Elise Anne Morris og Elísa Bríet aftur mætt ein á móti markmanni Fylkis og núna vippaði hún boltanum yfir markmanninn og Tindastóll í draumalandi. Tindastóll hélt áfram og Fylkiskonur voru í allskyns vandræðum. Á 27 mínútu leiksins braust Jordyn Rhodes upp vinstri vænginn og eftir klafs í teignum barst boltinn út á Gabrielle Johnson sem smellti honum í samskeytin fjær, óverjandi fyrir markmann Fylkis. Staðan 3-0 fyrir TIndastól. Þannig stóðu leikar í hálfleik, Tindastóll með öll tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, Tindastóll með tök á leiknum og Fylkir að rembast eins og rjúpa við staur að skapa eitthvað þegar þær fóru fram en þeim gekk illa að opna lið Tindastóls. Tindastóll fékk færi til að bæta við mörkum og björguðu Fylkiskonur tvisvar sinnum á línu í seinni hálfleik og einu sinni bjargaði stöngin gestunum. Hvorugt liðið skoraði í seinni hálfleik og vann Tindastóll þægilegan sigur í dag. Með sigrinum felldu þær ekki bara Fylkisliðið heldur féll lið Keflavíkur einnig í dag. Tindastóll spilar í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Atvik leiksins Elísa Bríet skoraði strax eftir 50 sekúndur í dag eftir sendingu frá Laufey Hörpu yfir varnarmenn Fylkis, Halldór Jón sagði fyrir leik að það væri planið að fara á bakvið þær og það tókst í fyrstu sókninni hjá Tindastól Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins: Tindastóls liðið var frábært í dag frá A-Ö, Sóknarmennirnir lúsiðnir allan leikinn, miðjumenn unnu sína bolta og varnarlínan gaf ekki opið færi á sér allan leikinn. Monica Wilhelm varði þau skot sem komu og var örugg í sínum aðgerðum. Tinna Brá Magnúsdóttir var frábær í markinu hjá Fylki í dag og kom í veg fyrir að þetta færi verr. Skúrkarnir: Er lið Fylkis sem mætti ekki til leiks í dag og átti mjög dapran leik í 90 mínútur. Vont að hitta á svona slæman dag þegar það er svona mikið undir. Stemning og umgjörð 313 áhorfendur í dag, fullt af fólki úr Árbænum, mikið af Skagfirðingum, gott veður, fullt af mörkum og frábærar veitingar. Umgjörð sem fær 10 af 10. Dómarar [8] Birgir Þór og hans aðstoðarmenn voru hreint frábærir í dag og stigu heldur betur ekki feilspor, best dæmdi leikurinn í sumar á Sauðárkróksvelli. Gunnar Magnús: „Hundfúlt að falla en frammistaðan engan veginn nógu góð“ Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis var heldur daufur eftir tap síns liðs í dag og þar með ljóst á Fylkir fellur í Lengjudeildina. „Vonbrigði, hundfúlt að vera fallnar, en frammistaðan í dag var engan veginn nógu góð og Tindastóll átti þennan sigur verðskuldaðan, við mættum bara ekki til leiks, það sem við lögðum upp með það var ekki farið eftir því.” Gunnari fannst liðið sitt ekki fylgja leikplaninu í dag nægilega vel og vonbrigðin leyndu sér ekki á meðan leik stóð. „Stólarnir eru þekktar fyrir þessa löngu bolta úr öftustu línu og við lögðum mikla áherslu á það að loka á það, að loka á þessar sendingar og við gerðum það ekki og það bauð hættunni heim, við vissum þetta og vorum búnar að fara vel yfir þetta, þess vegna eru vonbrigðinn ennþá meiri að fá þessi tvö mörk á móti Tindastól sem eru öflugar varnarlega, þá er erfitt að brjóta þær aftur sem reyndist svo raunin.” „Þegar Tindastóll sem er mjög skipulagt og þétt tilbaka, það er erfitt að brjóta þær aftur, möguleikarnir liggja í breiddinni og við vorum ekki einu sinni að gera það, sem að við lögðum líka upp með þær eru þéttastar fyrir á miðsvæðinu, það er eins og ég segi þetta var bara þessi dagur því miður að hitta á svona slæman dag tökum ekkert af tindastól, þær voru meira klárar í þennan leik, það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða hvernig stendur á því að við vorum ekki meira tilbúnar í þennan leik eins og undarfarnir leikir sem við höfum mætt sem lið sem hefur verið að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og því miður er þetta rannsóknarefni afhverju það var ekki í dag.” Fylkiskonur ætla að klára leikinn við Keflavík og ætla þær að njóta þess að spila fótbolta. Samningurinn við Gunnar rennur út eftir sumarið og er framtíð hans með lið Fylkis óráðinn hvort hann taki slaginn í Lengju deildinni eða ekki. Donni: „Á skalanum 0-10 er ég svona 15“ Halldór Jón (Donni) þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður með sigurliðsins í dag. Komust yfir strax í upphafi og voru betri á öllum sviðum fótboltans. „Á skalanum 0-10 er ég svona 15, ég er bara þar, ég er yfir mig hamingjusamur með leikinn í dag í heild sinni, frábærir áhorfendur, fengu fullt af fólki, frábær umgjörð og stelpurnar frábærar eins og þeim einum er lagið.” Leikplanið gekk upp í dag hjá liði Tindstóls, Donni vildi að liðið sitt færi á bakvið vörn Fylkis og það bara árangur strax eftir 50 sekúndur þegar liðið hans var komið yfir. „Það lá ansi vel fyrir okkur, virkilega vel gert, Elísa Bríet með flott hlaup og vel kláraða og setti svolítið tóninn, við ætluðum að koma út með mikla orku og stelpurnar gerðu það, ég gerði náttúrulega ekki rassgat í þessum leik, stelpurnar eiga allt hrós skilið, ógeðslega flottar og eiga svo sannarlega skilið að spila í þessari deild, fullt af leikjum sérstaklega hérna heima sem við áttum að gera betur í og fá meira úr, núna fáum við nákvæmlega næsta ár að gera nákvæmlega það að fá meira út úr leikjunum heima og úti, því við erum áfram í þessari geggjuðu deild sem er alveg stórkostlegt. Samningurinn hans Donna rennur út eftir tímabilið og á hann eftir að ræða við Adam Smára formann Tindastóls um framhaldið. Hann bætti við að mótið væri ekki búið og ætlar liðið að bjóða uppá góða frammistöðu á móti Stjörnunni í seinasta leik sumarsins.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti