Viðskipti innlent

Ráðinn sölu- og markaðs­stjóri First Wa­ter

Atli Ísleifsson skrifar
Ómar Grétarsson.
Ómar Grétarsson. Aðsend

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Ómar Grétarsson til að stýra sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Ómar sé með BS gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og hafi einnig lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. 

„Hann hefur víðtæka reynslu þegar kemur að laxeldi en ferill Ómars í geiranum nær aftur til ársins 2013 þegar hann hóf störf sem sölustjóri hjá Fjarðalaxi. Eftir sameiningu fyrirtækjanna Fjarðalax og Arnarlax, undir merkjum þess síðarnefnda árið 2016, starfaði Ómar sem sölustjóri þar til á þessu ári þegar hann var ráðinn til First Water,“ segir í tilkynningunni. 

Um eldisstöð First Water, sem staðsett er í Þorlákshöfn, segir að uppbyggingin á svæðinu sé í sex áföngum og séu áætluð verklok framkvæmda árið 2029. Í sumar hafi verið um tvö hundruð einstaklingar að störfum hjá fyrirtækinu og í árslok sé stefnt að því að um 1500 tonn af laxi hafi verið framleidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×