Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2024 10:37 Elín Hall, Katla Njáls, Gunnar Hrafn, Ágúst Wiigum og Mikael Kaaber aðalleikarar Ljósbrots. Arnar Freyr Eldey films Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. Formaður dómnefndarinnar var Jorunn Myklebust og dásamaði hún myndina. „Ljósbrot fjallar um sorgina á fíngerðan og flókinn hátt. Á stuttum tíma fangar myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi. Í gegnum þetta litróf tilfinninga ná aðal kvenpersónurnar sérstaklega að tengjast og með þeim færist áhorfandinn í áttina að von sem sigrar óttann. Ljósbrot er hrá, líkamleg og húmanísk saga sem getur skapað tilfinningalegan hljómgrunn hjá öllum,“ segir Jorunn. Hér má sjá stiklu úr Ljósbroti: Eru þetta fimmtu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fram undan eru fjölda kvikmyndahátíða . Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og grátur, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar er í skýjunum með viðbrögðin. „Þessi velgengni Ljósbrots er búin að vera lyginni líkust. En svona kraftaverk gerast ekki af sjálfum sér. Við erum svo heppin að hafa ótrúlega hæfileikaríkan hóp leikara, frábæra listamenn og fagfólk. Og jarðveg sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa verið að rækta undanfarin ár. Við megum öll vera stolt,“ segir Rúnar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Formaður dómnefndarinnar var Jorunn Myklebust og dásamaði hún myndina. „Ljósbrot fjallar um sorgina á fíngerðan og flókinn hátt. Á stuttum tíma fangar myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi. Í gegnum þetta litróf tilfinninga ná aðal kvenpersónurnar sérstaklega að tengjast og með þeim færist áhorfandinn í áttina að von sem sigrar óttann. Ljósbrot er hrá, líkamleg og húmanísk saga sem getur skapað tilfinningalegan hljómgrunn hjá öllum,“ segir Jorunn. Hér má sjá stiklu úr Ljósbroti: Eru þetta fimmtu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fram undan eru fjölda kvikmyndahátíða . Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og grátur, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar er í skýjunum með viðbrögðin. „Þessi velgengni Ljósbrots er búin að vera lyginni líkust. En svona kraftaverk gerast ekki af sjálfum sér. Við erum svo heppin að hafa ótrúlega hæfileikaríkan hóp leikara, frábæra listamenn og fagfólk. Og jarðveg sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa verið að rækta undanfarin ár. Við megum öll vera stolt,“ segir Rúnar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira