Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2024 10:37 Elín Hall, Katla Njáls, Gunnar Hrafn, Ágúst Wiigum og Mikael Kaaber aðalleikarar Ljósbrots. Arnar Freyr Eldey films Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. Formaður dómnefndarinnar var Jorunn Myklebust og dásamaði hún myndina. „Ljósbrot fjallar um sorgina á fíngerðan og flókinn hátt. Á stuttum tíma fangar myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi. Í gegnum þetta litróf tilfinninga ná aðal kvenpersónurnar sérstaklega að tengjast og með þeim færist áhorfandinn í áttina að von sem sigrar óttann. Ljósbrot er hrá, líkamleg og húmanísk saga sem getur skapað tilfinningalegan hljómgrunn hjá öllum,“ segir Jorunn. Hér má sjá stiklu úr Ljósbroti: Eru þetta fimmtu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fram undan eru fjölda kvikmyndahátíða . Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og grátur, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar er í skýjunum með viðbrögðin. „Þessi velgengni Ljósbrots er búin að vera lyginni líkust. En svona kraftaverk gerast ekki af sjálfum sér. Við erum svo heppin að hafa ótrúlega hæfileikaríkan hóp leikara, frábæra listamenn og fagfólk. Og jarðveg sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa verið að rækta undanfarin ár. Við megum öll vera stolt,“ segir Rúnar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Formaður dómnefndarinnar var Jorunn Myklebust og dásamaði hún myndina. „Ljósbrot fjallar um sorgina á fíngerðan og flókinn hátt. Á stuttum tíma fangar myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi. Í gegnum þetta litróf tilfinninga ná aðal kvenpersónurnar sérstaklega að tengjast og með þeim færist áhorfandinn í áttina að von sem sigrar óttann. Ljósbrot er hrá, líkamleg og húmanísk saga sem getur skapað tilfinningalegan hljómgrunn hjá öllum,“ segir Jorunn. Hér má sjá stiklu úr Ljósbroti: Eru þetta fimmtu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fram undan eru fjölda kvikmyndahátíða . Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og grátur, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar er í skýjunum með viðbrögðin. „Þessi velgengni Ljósbrots er búin að vera lyginni líkust. En svona kraftaverk gerast ekki af sjálfum sér. Við erum svo heppin að hafa ótrúlega hæfileikaríkan hóp leikara, frábæra listamenn og fagfólk. Og jarðveg sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa verið að rækta undanfarin ár. Við megum öll vera stolt,“ segir Rúnar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira