Mikil fagnaðarlæti vegna hænu í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 20:06 Mæðgurnar í Hveragerði, Anna Halla og Guðlaug Berglind, sem ráða sér ekki yfir kæti að hænan Sóley hafi skilað sér heim eftir átta daga fjarveru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim. Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.” Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.”
Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira