„Það verður ný og skrýtin tilfinning“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2024 09:02 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék síðast með KR veturinn 2021-22. Nú snýr hann aftur sem elsti Íslendingurinn í liðinu. VÍSIR/BÁRA KR hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bónusdeild karla í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn heim í Vesturbæ. Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“ KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“
KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira