56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:10 Víkingar spila leiki fram að jólum en þurfa ekki að ferðast neitt á meðan þeir klára Bestu deildina. Vísir/Diego Á föstudaginn kom í ljós hverjir verða mótherjar Íslandsmeistara Víkings í Sambandsdeildinni í vetur og nú er jafnframt komið í ljós hvenær Víkingar spila þessa sex leiki sína. Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira