Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Fjóla Einarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar