Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Fjóla Einarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun