Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Fjóla Einarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Fjóla Einarsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun