Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 14:02 Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz standa hér við eitt af uppáhaldsverkum Adams í Reykjavík. Verkið er á húsi Andrýmis við Bergþórugötu 20 og er Natka höfundur þess ásamt Krot og Krass. Reykjavíkurborg Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr. Sífellt fæðast ný verk og við höfum tekið yfir 160 vegglistaverk saman á kort svo auðveldara sé að finna verkin og njóta þeirra. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. „Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar. Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka. „Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“ Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu. Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur. Reykjavíkurborg Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar. Reykjavíkurborg Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg. Reykjavíkurborg Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn. Reykjavíkurborg Myndlist Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. „Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar. Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka. „Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“ Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu. Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur. Reykjavíkurborg Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar. Reykjavíkurborg Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg. Reykjavíkurborg Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn. Reykjavíkurborg
Myndlist Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira