Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:01 Víkingur vann samanlagðan 5-0 sigur í einvíginu gegn UE Santa Coloma Vísir/Pawel Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður. Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía). Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira