Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:01 Víkingur vann samanlagðan 5-0 sigur í einvíginu gegn UE Santa Coloma Vísir/Pawel Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður. Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía). Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira