Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg segir drykkju unglinga hafa aukist. vísir/sigurjón Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“ Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“
Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06