Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 14:05 Leikstjórinn Baldvin Z. ásamt Aldísi Amah Hamilton sem fer með eitt af aðalhlutverkum í Svörtu söndum. Eva Rut Hjaltadóttir Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Í fyrstu seríu var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2 og er hið sama uppi á teningnum nú. Eitt heildstætt verk Fyrri þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir tveimur árum síðan. Þáttaröðin vakti gríðarlega athygli og fór í dreifingu víðsvegar um heim. Leikstjórinn Baldvin Z segir í samtali við Vísi mörgum spurningum enn ósvarað í söguþræði þáttanna. Hann segir að Svörtu sandar 1 og 2 séu eitt heildstætt verk. „Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“ Baldvin segir að með seinni seríunni verði sögunni því lokað. Hann segir hlæjandi að það hafi ekki kitlað hann að halda endanum opnum í þetta skiptið svo hægt væri halda áfram með Svörtu sanda til eilífðar nóns. Það séu heilmikil vísindi að gefa ekki of mikið upp í stiklunni. „En allt sem kemur þar fram verður gefið upp í fyrsta þætti. Þannig hún gefur í rauninni ekki mikið upp og ef eitthvað er þá er mun meira af óvæntum sögubeygjum í þessari seríu heldur en í síðustu.“ Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 þann 6. október. Baldvin segist vilja hvetja alla sem enn eigi eftir að sjá seríu eitt til þess að láta verða af því. „Og þau hin sem eru búin að sjá hana þau ættu að horfa aftur!“ Hægt er að horfa á fyrstu seríu af Svörtu söndum á streymisveitu Stöð 2+. Svörtu sandar Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í fyrstu seríu var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann. Þáttaröðin var framleidd af Glassriver og sýnd á Stöð 2 og er hið sama uppi á teningnum nú. Eitt heildstætt verk Fyrri þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir tveimur árum síðan. Þáttaröðin vakti gríðarlega athygli og fór í dreifingu víðsvegar um heim. Leikstjórinn Baldvin Z segir í samtali við Vísi mörgum spurningum enn ósvarað í söguþræði þáttanna. Hann segir að Svörtu sandar 1 og 2 séu eitt heildstætt verk. „Fyrir þá sem horfðu á seríu eitt, þá er mörgum spurningum enn ósvarað sem eru í raun og veru að fara vera viðfangsefni seríu tvö. Þau sem þekkja seríu eitt þau vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.“ Baldvin segir að með seinni seríunni verði sögunni því lokað. Hann segir hlæjandi að það hafi ekki kitlað hann að halda endanum opnum í þetta skiptið svo hægt væri halda áfram með Svörtu sanda til eilífðar nóns. Það séu heilmikil vísindi að gefa ekki of mikið upp í stiklunni. „En allt sem kemur þar fram verður gefið upp í fyrsta þætti. Þannig hún gefur í rauninni ekki mikið upp og ef eitthvað er þá er mun meira af óvæntum sögubeygjum í þessari seríu heldur en í síðustu.“ Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 þann 6. október. Baldvin segist vilja hvetja alla sem enn eigi eftir að sjá seríu eitt til þess að láta verða af því. „Og þau hin sem eru búin að sjá hana þau ættu að horfa aftur!“ Hægt er að horfa á fyrstu seríu af Svörtu söndum á streymisveitu Stöð 2+.
Svörtu sandar Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira