Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 11:18 Aðdáendur Swift hafa lært að bogna en ekki brotna í mótlæti og söfnuðust saman í Vínarborg og sungu og skemmtu sér. Getty/Thomas Kronsteiner Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017. Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017.
Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira