Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heklu. Þar segir að um sé að ræða tvær VW bifreiðar, þrjár Skoda og eina Audi sem voru hjá fyrirtækinu til viðgerða og viðhalds.
„Eigendum umræddra bifreiða hefur verið tilkynnt um þjófnaðinn sem náðist á öryggismyndavélakerfi fyrirtækisins. Lögreglan, í samstarfi við starfsmenn Heklu, vinnur nú að endurheimt bifreiðanna,“ segir í tilkynningu frá Heklu.
