Fengu rangar upplýsingar um fjölda ferðamannanna á jöklinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2024 15:54 Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að ferðamönnum undir ís í Breiðamerkurjökli. Það þurfti rannsókn lögreglu og leit í hátt i sólarhring til að leiða í ljós að tölur ferðaþjónustufyrirtækis um fjölda í ferðinni væru rangar. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum. Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira