Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. ágúst 2024 22:15 Örvar kom Stjörnunni yfir gegn sínum gömlu félögum. Vísir/Diego Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. Jökull I. Elísabetarson gerði sex breytingar á sínu liði frá síðasta leik liðsins á meðan Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, tefldi fram sama liði og vann KR í síðustu viku. Ómar Ingi ræðir hér við markvörð sinn, hinn danska Christoffer Felix Cornelius Petersen.Vísir/Diego Eftir frískar upphafsmínútur hjá heimamönnum efldust gestirnir eftir um tíu mínútna leik. HK-ingar fengu nokkur fín færi og voru líklegri að ná forystunni í Garðabænum. Það gerðist þó ekki, því fyrrum leikmaður gestanna, Örvar Eggertsson, skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu leiksins þegar hann tæklaði boltann inn eftir góða rispu samherja hans upp vinstri kantinn. Eftir markið var leikurinn í miklu jafnvægi og lítið um færi. Örvar fagnar.Vísir/Diego Síðasta markverða sem gerðist í fyrri hálfleiknum var þegar Atli Arnarson missti boltann klaufalega frá sér fyrir framan sinn eigin teig, Óli Valur Ómarsson hirti boltann og lék honum á Kjartan Má Kjartansson sem skoraði. Kjartan Már var þó algjör klaufi þar sem hann var rangstæður og því markið tekið af. Staðan 1-0 í hálfleik. Kjartan Már nýtti færið illa.Vísir/Diego HK-ingar hófu síðari hálfleikinn þokkalega og fengu tvö fín færi, en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Var þeim refsað á 60. mínútu þegar Óli Valur Ómarsson skoraði eftir hraða sókn Stjörnunnar. Óli Valur hafði átt skot í stöngina aðeins mínútu áður og því í miklum sóknarhug. Óli Valur mundar skotfótinn.Vísir/Diego Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til þess að koma sér aftur inn í leikinn en vel spilandi Stjörnumenn réðu við allar sóknartilburði HK-inga. Sigrinum fagnað.Vísir/Diego Atvik leiksins Á 63. mínútu, stuttu eftir annað mark Stjörnunnar hefði HK að öllum líkindum átt að fá víti þegar Atli Þór Jónasson var togaður augljóslega niður inn í teig Stjörnunnar af Sigurði Gunnari Jónssyni. Jóhann Ingi dómari leiksins var hikandi og ákvað að leikurinn skyldi fljóta áfram. Mark fyrir HK á þessum tímapunkti hefði verið gulls í gildi, en þrír af fimm sigrum HK á tímabilinu hafa verið endurkomusigrar. Gestirnir vildu fá vítaspyrnu.Vísir/Diego Stjörnur og skúrkar Óli Valur var flottur í kvöld. Sýndi lipra takta í aðdraganda fyrsta marksins og skoraði svo annað mark leiksins. Mikið sjálfstraust einkenndi leik Óla Vals á teppinu í Garðabæ. Árni Snær Ólafsson var einnig flottur í marki Stjörnunnar. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego Varnarleikur HK er skúrkurinn. Það er hreint með ólíkindum að HK hefur ekki haldið hreinu síðan 18. júlí 2023. HK sýndi fínan varnarleik heilt yfir í leiknum en klaufagangur á mikilvægum augnablikum er að kosta liðið. Dómarar Jóhann Ingi Jónsson átti góðan leik. Hann klikkaði þó í atviki leiksins. Vítaspyrnudómur hefði að öllum líkindum verið réttur dómur í því atviki, en í stað þess var því sleppt. Jóhann Ingi sést hér spjalda Arnþór Ara Atlason.Vísir/Diego Stemning og umgjörð Um klukkutíma fyrir leik þegar undirritaður mætti á Samsungvöllinn var einn áhorfandi mættur í stúkuna með kollu af öli. Kom í ljós að viðkomandi var fótboltaþyrstur ferðamaður sem var steinhissa á mætingunni þegar jafn „stutt“ væri til leiks og raun bar vitni, að hans mati. Þegar undirritaður útskýrði fyrir honum að menningin á Íslandi væri nú á þann veg að fólk mætti í raun helst á slaginu þegar flautað væri til leiks, og til þess að gera jafnvel eftir upphafsflautið, þá varð hann enn stærra spurningarmerki í framan. Þrátt fyrir undrun þessa ferðamanns, þá er hægt að vera nokkuð viss um að hann naut sín á þessu kalda kvöldi í Garðabænum þar sem öll umgjörð er til fyrirmyndar á íslenskan mælikvarða. „Er bara þessi gamli góði herslumunur“ Ívar Örn sveiflar sínum margrómaða vinstri fæti.Vísir/Diego „Þetta var svekkjandi. Mér fannst frammistaðan þokkaleg. Við fáum ágætis stöður til þess að skora mörk en nýtum þær ekki alveg og svo erum við klaufar í bæði skiptin þegar við fáum á okkur mörk. Það bara telur helvíti mikið í þessu. Mér fannst við alveg herja á þá fram á síðustu mínútu, andinn fínn í liðinu en við verðum að gera betur í þessum lykilaugnablikum í leiknum ef við ætlum að fá stig úr þessu,“ sagði Ívar Örn Jónsson, bakvörður HK, eftir tapið gegn Stjörnunni. „Það er bara þessi gamli góði herslumunur sem vill oft verða þegar maður er í neðri hlutanum. Þá kannski taka menn ekki nógu afgerandi hlaup eða sendingin er ekki nógu góð og þetta gamla góða að sending finni mann. Það vantaði aðeins upp á. Við vorum að fá góðar stöður og fína bolta inn á milli og fín færi, testuðum Árna í markinu en það vantaði bara upp á herslumuninn að koma boltanum yfir línuna.“ Ívari Erni fannst sitt lið eiga að fá víti þegar Atli Þór var togaður niður í teignum skömmu eftir að Stjarnan komst í 2-0. „Maður er auðvitað litaður en mér fannst við eiga að fá vítaspyrnu, en hann dæmdi ekki og þá þýðir ekkert að velta sér allt of mikið upp úr því. Ég kallaði allavegana og bað um víti.“ „Sjáum bættan brag á liðinu varnarlega“ HK hefur ekki haldið hreinu síðan um mitt síðasta sumar og er því eina lið deildarinnar sem á eftir að halda hreinu á tímabilinu nú þegar liðið hefur leikið 20 leiki. Ívar Örn vonast eftir því að það fari að takast þar sem liðið er að vinna hörðum höndum að því að bæta varnarleikinn. „Við höfum verið að vinna í þeim og mér fannst leikurinn í dag framför í því að einhverju leyti, í sjálfsögðu fyrir utan það að við fáum á okkur tvö mörk en þau eru svona klaufaleg augnablik heldur en að við séum að láta sundur spila okkur. Það er auðveldara að laga það heldur en hitt, en við höfum verið að vinna í því og sjáum bættan brag á liðinu varnarlega í heild sinni, sem er mikilvægt. Við verðum bara að standa saman og snú bökum saman og halda áfram að vinna í þessu,“ sagði Ívar Örn Jónsson að lokum. Besta deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir „Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. 26. ágúst 2024 22:16
Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. Jökull I. Elísabetarson gerði sex breytingar á sínu liði frá síðasta leik liðsins á meðan Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, tefldi fram sama liði og vann KR í síðustu viku. Ómar Ingi ræðir hér við markvörð sinn, hinn danska Christoffer Felix Cornelius Petersen.Vísir/Diego Eftir frískar upphafsmínútur hjá heimamönnum efldust gestirnir eftir um tíu mínútna leik. HK-ingar fengu nokkur fín færi og voru líklegri að ná forystunni í Garðabænum. Það gerðist þó ekki, því fyrrum leikmaður gestanna, Örvar Eggertsson, skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu leiksins þegar hann tæklaði boltann inn eftir góða rispu samherja hans upp vinstri kantinn. Eftir markið var leikurinn í miklu jafnvægi og lítið um færi. Örvar fagnar.Vísir/Diego Síðasta markverða sem gerðist í fyrri hálfleiknum var þegar Atli Arnarson missti boltann klaufalega frá sér fyrir framan sinn eigin teig, Óli Valur Ómarsson hirti boltann og lék honum á Kjartan Má Kjartansson sem skoraði. Kjartan Már var þó algjör klaufi þar sem hann var rangstæður og því markið tekið af. Staðan 1-0 í hálfleik. Kjartan Már nýtti færið illa.Vísir/Diego HK-ingar hófu síðari hálfleikinn þokkalega og fengu tvö fín færi, en tókst þó ekki að gera sér mat úr þeim. Var þeim refsað á 60. mínútu þegar Óli Valur Ómarsson skoraði eftir hraða sókn Stjörnunnar. Óli Valur hafði átt skot í stöngina aðeins mínútu áður og því í miklum sóknarhug. Óli Valur mundar skotfótinn.Vísir/Diego Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til þess að koma sér aftur inn í leikinn en vel spilandi Stjörnumenn réðu við allar sóknartilburði HK-inga. Sigrinum fagnað.Vísir/Diego Atvik leiksins Á 63. mínútu, stuttu eftir annað mark Stjörnunnar hefði HK að öllum líkindum átt að fá víti þegar Atli Þór Jónasson var togaður augljóslega niður inn í teig Stjörnunnar af Sigurði Gunnari Jónssyni. Jóhann Ingi dómari leiksins var hikandi og ákvað að leikurinn skyldi fljóta áfram. Mark fyrir HK á þessum tímapunkti hefði verið gulls í gildi, en þrír af fimm sigrum HK á tímabilinu hafa verið endurkomusigrar. Gestirnir vildu fá vítaspyrnu.Vísir/Diego Stjörnur og skúrkar Óli Valur var flottur í kvöld. Sýndi lipra takta í aðdraganda fyrsta marksins og skoraði svo annað mark leiksins. Mikið sjálfstraust einkenndi leik Óla Vals á teppinu í Garðabæ. Árni Snær Ólafsson var einnig flottur í marki Stjörnunnar. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego Varnarleikur HK er skúrkurinn. Það er hreint með ólíkindum að HK hefur ekki haldið hreinu síðan 18. júlí 2023. HK sýndi fínan varnarleik heilt yfir í leiknum en klaufagangur á mikilvægum augnablikum er að kosta liðið. Dómarar Jóhann Ingi Jónsson átti góðan leik. Hann klikkaði þó í atviki leiksins. Vítaspyrnudómur hefði að öllum líkindum verið réttur dómur í því atviki, en í stað þess var því sleppt. Jóhann Ingi sést hér spjalda Arnþór Ara Atlason.Vísir/Diego Stemning og umgjörð Um klukkutíma fyrir leik þegar undirritaður mætti á Samsungvöllinn var einn áhorfandi mættur í stúkuna með kollu af öli. Kom í ljós að viðkomandi var fótboltaþyrstur ferðamaður sem var steinhissa á mætingunni þegar jafn „stutt“ væri til leiks og raun bar vitni, að hans mati. Þegar undirritaður útskýrði fyrir honum að menningin á Íslandi væri nú á þann veg að fólk mætti í raun helst á slaginu þegar flautað væri til leiks, og til þess að gera jafnvel eftir upphafsflautið, þá varð hann enn stærra spurningarmerki í framan. Þrátt fyrir undrun þessa ferðamanns, þá er hægt að vera nokkuð viss um að hann naut sín á þessu kalda kvöldi í Garðabænum þar sem öll umgjörð er til fyrirmyndar á íslenskan mælikvarða. „Er bara þessi gamli góði herslumunur“ Ívar Örn sveiflar sínum margrómaða vinstri fæti.Vísir/Diego „Þetta var svekkjandi. Mér fannst frammistaðan þokkaleg. Við fáum ágætis stöður til þess að skora mörk en nýtum þær ekki alveg og svo erum við klaufar í bæði skiptin þegar við fáum á okkur mörk. Það bara telur helvíti mikið í þessu. Mér fannst við alveg herja á þá fram á síðustu mínútu, andinn fínn í liðinu en við verðum að gera betur í þessum lykilaugnablikum í leiknum ef við ætlum að fá stig úr þessu,“ sagði Ívar Örn Jónsson, bakvörður HK, eftir tapið gegn Stjörnunni. „Það er bara þessi gamli góði herslumunur sem vill oft verða þegar maður er í neðri hlutanum. Þá kannski taka menn ekki nógu afgerandi hlaup eða sendingin er ekki nógu góð og þetta gamla góða að sending finni mann. Það vantaði aðeins upp á. Við vorum að fá góðar stöður og fína bolta inn á milli og fín færi, testuðum Árna í markinu en það vantaði bara upp á herslumuninn að koma boltanum yfir línuna.“ Ívari Erni fannst sitt lið eiga að fá víti þegar Atli Þór var togaður niður í teignum skömmu eftir að Stjarnan komst í 2-0. „Maður er auðvitað litaður en mér fannst við eiga að fá vítaspyrnu, en hann dæmdi ekki og þá þýðir ekkert að velta sér allt of mikið upp úr því. Ég kallaði allavegana og bað um víti.“ „Sjáum bættan brag á liðinu varnarlega“ HK hefur ekki haldið hreinu síðan um mitt síðasta sumar og er því eina lið deildarinnar sem á eftir að halda hreinu á tímabilinu nú þegar liðið hefur leikið 20 leiki. Ívar Örn vonast eftir því að það fari að takast þar sem liðið er að vinna hörðum höndum að því að bæta varnarleikinn. „Við höfum verið að vinna í þeim og mér fannst leikurinn í dag framför í því að einhverju leyti, í sjálfsögðu fyrir utan það að við fáum á okkur tvö mörk en þau eru svona klaufaleg augnablik heldur en að við séum að láta sundur spila okkur. Það er auðveldara að laga það heldur en hitt, en við höfum verið að vinna í því og sjáum bættan brag á liðinu varnarlega í heild sinni, sem er mikilvægt. Við verðum bara að standa saman og snú bökum saman og halda áfram að vinna í þessu,“ sagði Ívar Örn Jónsson að lokum.
Besta deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir „Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. 26. ágúst 2024 22:16
„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. 26. ágúst 2024 22:16
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti