Gæsluvarðhald framlengt yfir stofnanda Telegram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 07:28 Durov í Jakarta árið 2017. AP/Tatan Syuflana Dómstóll í Frakklandi samþykkti í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir Pavel Durov, öðrum stofnanda samfélagsmiðilsins Telegram, en hann var handtekinn á flugvelli fyrir utan París á laugardag. Yfirvöld geta haldið Durov í allt að 96 klukkustundir en verða svo að láta hann lausan eða ákæra. Durov, 39 ára, sætir rannsókn í Frakklandi fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir glæpastarfsemi á Telegram. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum og þykir nokkuð merkilegt að hann hafi lent í Frakklandi miðað við stöðu mála. Talsmenn Telegram sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið fara að Evrópulögum og að Durov hefði ekkert að fela. Þá væri fáránlegt að ætla að gera eiganda samfélagsmiðils ábyrgan fyrir misnotkun fólks á miðlinum. Durov er fæddur í Rússlandi en er með ríkisborgararétt í Frakklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann er búsettur í Dúbaí, þar sem höfuðstöðvar Telegram er að finna. Durov stofnaði Telegram árið 2013 með bróður sínum Nikolai en notendur samfélagsmiðilsins eru nú um 950 milljón talsins og hefur hann meðal annars verið notaður til að dreifa fréttum og falsfréttum af innrás Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað Frakka um að neita þeim um aðgengi að Durov eftir að hann var handtekinn. Frakkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Yfirvöld geta haldið Durov í allt að 96 klukkustundir en verða svo að láta hann lausan eða ákæra. Durov, 39 ára, sætir rannsókn í Frakklandi fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir glæpastarfsemi á Telegram. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum og þykir nokkuð merkilegt að hann hafi lent í Frakklandi miðað við stöðu mála. Talsmenn Telegram sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið fara að Evrópulögum og að Durov hefði ekkert að fela. Þá væri fáránlegt að ætla að gera eiganda samfélagsmiðils ábyrgan fyrir misnotkun fólks á miðlinum. Durov er fæddur í Rússlandi en er með ríkisborgararétt í Frakklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann er búsettur í Dúbaí, þar sem höfuðstöðvar Telegram er að finna. Durov stofnaði Telegram árið 2013 með bróður sínum Nikolai en notendur samfélagsmiðilsins eru nú um 950 milljón talsins og hefur hann meðal annars verið notaður til að dreifa fréttum og falsfréttum af innrás Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað Frakka um að neita þeim um aðgengi að Durov eftir að hann var handtekinn.
Frakkland Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira