Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 12:06 Skemmt hús í Acre í norðurhluta Ísrael sem sást í kjölfar árásar frá Líbanon. AP/Ariel Schalit Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira