Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:01 Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun. DPA/Christoph Reichwein Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar.. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Lögreglan segist enn ekki vita hvað lá að baki árásinni og útilokar ekki að hún teljist hryðjuverk. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag en lögreglan vinnur að því að staðfesta hvort einstaklingurinn tengist ódæðinu. Hin látnu eru tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona en lögreglan segir að fjórir séu enn í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá handtökunni og segir hana hafa átt sér stað í morgun eftir að tvær konur tilkynntu lögreglu að þær hafi heyrt samræður unglingsins við annan einstakling um árásina. Þýski miðilinn DW hefur eftir saksóknara að hann sé talinn hafa rætt við grunaðan árásarmann um mögulegar ástæður fyrir árásinni. Lögreglan kveðst hafa fundið fleiri en einn hníf og reyni nú að meta hvort einn þeirra hafi verið notaður í árásinni. Engin tengsl virðist vera milli árásarmannsins og fórnarlambanna. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að árásarmanninum síðan í gær og náði hún út fyrir borgarmörkin. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Einn er nú í haldi lögreglu vegna málsins en hún er enn sögð reyna að komast að því hver framdi árásina. Reynt að skera háls fólks „Á sama tíma standa yfir ýmsar lögregluaðgerðir, þar á meðal leit á ýmsum stöðum,“ segir í fyrri yfirlýsingu frá lögreglu. Leit að öðrum aðilum sem gætu mögulega átt aðild að árásinni sé enn í gangi sem og rannsókn á því hvað árásarmanninum gekk til. Lögregluyfirvöld höfðu áður gefið út að þau töldu árásarmanninn vera karlmann sem var einn að verki. Þá hafi hann vísvitandi reynt að skera háls fórnarlamba. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Fréttin var uppfærð klukkan 14:26 í kjölfar blaðamannafundar þýsku lögreglunnar..
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent