Öllum velkomið að skoða fornminjar á Hrafnseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 14:32 Það hefur verið meira en nóg að gera við fornleifauppgröft á Hrafnseyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun, sunnudag, því þá verður sérstakur fornminjadagur þar sem gestum og gangandi er boðið að fá kynningu á fornminjum á Hrafnseyri, auk þess að skoða Auðkúlu, en þar hefur verið grafið upp landnámsbýli. Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend
Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira