Slysið átti sér stað á tíunda tímanum í kvöld. Í gulri veðurviðvörun Veðurstofunnar sem tók gildi klukkan 21:00 er varað við því að fólk sé á ferðinni í farartækjum sem taka á sig mikinn vind.
Þorsteini M. Kristinssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, þykir líklegt að veðrið hafi valdið bílveltunni í Kömbunum.
„Það er hreinlega bara ekki stætt á Hellisheiði,“ sagði hann við Vísi nú um klukkan tíu í kvöld.
Fyrr í dag fuku tvö hjólhýsi út af veginum og stórskemmdust á Lyngdalsheiðarvegi. Sendiferðabíll sem dróg annað þeirra valt og endaði á þakinu á miðjum veginum sem var lokað vegna óhappsins. Engan sakaði heldur í þeim óhöppum.