Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:23 Bílaplönin við Hallgrímskirkju urðu gjaldskyld í sumar. Vísir/Vilhelm Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur. Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur.
Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira