„Ekki verið neitt sérstakt mál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 12:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun. Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira