Körfubolti

Golden State hetjan Al Attles látin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Al Attles stýrði Golden State Warriors í þrettán ár.
Al Attles stýrði Golden State Warriors í þrettán ár. getty/Focus on Sport

Al Attles, sem gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum 1975, er látinn, 87 ára að aldri.

Attles lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Golden State greindi frá andlátinu í dag.

Attles var hjá Golden State í meira en sex áratugi, sem leikmaður, þjálfari, framkvæmdastjóri og sendiherra.

Hann var þekktur fyrir að vera öflugur varnarmaður og lék með Golden State til 1971. Þá hætti Attles til að einbeita sér að þjálfun Warriors en hann hafði verið spilandi þjálfari liðsins í eitt tímabil. 

Attles var einn fyrsti blökkumaðurinn sem þjálfaði lið í NBA og undir hans stjórn varð Golden State meistari 1975.

Attles hætti sem þjálfari Golden State 1983 en gegndi síðan ýmsum störfum fyrir félagið. Alls var hann starfsmaður þess í 62 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×