Dagmar er markahæst Íslands á mótinu og hefur skorað tuttugu mörk í fimm leikjum.
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, vakti sérstaka athygli á þrautseigjunni sem Dagmar sýndi í og eftir 25-20 sigrurinn gegn Gíneu í riðlakeppninni.
Dagmar fékk þar þungt högg í andlitið, eins og sjá má hér að neðan, en höggið kom ekki í veg fyrir að hún yrði valin maður leiksins. Leikmaður Gíneu fékk rautt spjald fyrir höggið.
Í færslu IHF um Dagmar er fjallað um orðið þrautseigju (e. resilience), sem tákni getuna til að þola eða jafna sig hratt á erfiðleikum. Hörku.
𝙍𝙚𝙨𝙞𝙡𝙞𝙚𝙣𝙘𝙚: the capacity to withstand or to recover quickly from difficulties; toughness 🌱
— International Handball Federation (@ihfhandball) August 21, 2024
Dagmar Pálsdóttir 🇮🇸💪 #China2024 pic.twitter.com/L5lzsR3X8o
Dagmar tók á móti verðlaunum sínum sem maður leiksins með kælipoka á andlitinu. Hún var svo mætt í slaginn í næsta leik með myndarlegt glóðarauga, þegar Ísland gerði 20-20 jafntefli við Egyptaland í Forsetabikarnum.
Ísland tapaði svo 27-14 gegn Rúmeníu í gær og spilar því við Indland á morgun í keppni um 25.-28. sæti mótsins.