Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki er hægt að segja til um hvers vegna átökin áttu sér stað og ekki staðfest hvort um rán hafi verið að ræða. Allir þrír mennirnir eru taldir þekkjast að einhverju leyti. Hinn slasaði endaði með skurð á hendi eftir árásina.