Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2024 12:31 Tekjuhæstu þjálfarar á Íslandi 2023. vísir/hulda margrét/diego Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira