Ástæða truflunarinnar var sú að skæri í búð einni á flugvellinum týndust. Því var óttast að einhver óprúttinn aðili ætlaði sér að ræna flugvél og nota skærin sem vopn og því fór gríðarlegur viðbúnaður í gang sem stóð yfir í fleiri klukkutíma. Langar raðir mynduðust og öllum þeim sem þegar hafði verið hleypt inn í brottfararsalinn var gert að fara í gegnum öryggisleit á nýjan leik. En allt kom fyrir ekki og skærin fundust hvergi.
Þetta hafði slæm áhrif á ferðalög fjölda farþega en liðin helgi var mikil ferðahelgi í Japan þar sem hinni árlegu Bon-hátíð er fagnað.
Skærin týndust á laugardeginum en fundust síðan á sunnudag. Það var starfsmaður í sömu búð sem fann þau, en þau höfðu verið sett á anna stað en vanalega.