Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. ágúst 2024 21:49 Ísak Snær skorar og skorar (og skorar). Vísir/Ernir Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
„Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki