Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. ágúst 2024 21:49 Ísak Snær skorar og skorar (og skorar). Vísir/Ernir Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Sjá meira
„Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Sjá meira