Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 22:06 Ráðherra boðaði í dag miklar breytingar á námsgagnakerfinu. Vísir/Arnar Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann. Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann.
Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent