Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2024 19:21 Um tíma gátu flóttamenn frá Venezuela nánast skilyrðislaust fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Síðan var því breytt og fólk sem verið hefur á Íslandi um mánaða eða áralangt skeið er nú sent til baka. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. Málefni útlendinga hafa verið eldfim í samskiptum þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnin samþykkti þó heildarstefnu í málefnum útlendinga í febrúar, sem nær til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólk og innflytjendur. Í vor náði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra síðan að fá samþykkt frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem ætlað var fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd og einfalda afgreiðsluferlið. Þá er öllum gert að yfirgefa landið innan 30 daga sem ekki fá samþykkta alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra vill að komið verði upp búsetuúrræði í nálægð Keflavíkurflugvallar fyrir annars vegar þá sem senda á úr landi og hins vegar fyrir nýkomna hælisleitendur á meðan staða þeirra er könnuð.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að gera enn frekari breytingar á útlendingalögunum. Samræma þurfi regluverkið löggjöf á Norðurlöndum og almennt meðal ríkja innan Schengen samstarfsins. „Ég hef nefnt þegar til dæmis einstaklingur sem hlotið hefur vernd hér á Íslandi gerist sekur um alvarlegan glæp sé hægt að svifta viðkomandi einstakling verndinni,“ segir Guðrún. Það væri bæði flókið og alvarlegt að svifta fólk vernd og því þyrfti að vanda vel til verka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin þurfa að vera í stöðugri uppfærslu og í samræmi við löggjöf nágrannalanda.Stöð 2/Bjarni Dómsmálaráðherra vill afnema ákvæði um að allir sem ekki hafi fengið efnislega meðferð sinna mála innan 18 mánaða verði að fá efnislega niðurstöðu. Þetta tíðkaðist ekki annars staðar og væri séríslensk regla. Koma ætti upp búsetuúrræði í nálægð við Keflavíkurflugvöll með takmörkunum fyrir hælisleitendur sem hafi verið synjað um hæli. „Enda erum við eina Schengen ríkið, í Schengen samstarfinu, sem er ekki með brottfararúrræði fyrir fólk sem fær synjun og ber að fara frá landinu,“ segir dómsmálaráðherra. Sömuleiðis þurfi að vera til svipað búsetuúrræði fyrir þá sem komi til landsins og óski verndar. Það væri bagalegt að hafa slíka móttökumiðstöð við Barónsstíg í miðborginni. „Og hefði viljað sjá þessa móttökumiðstöð í meiri nálægð við flugvöllinn. Þannig að fólk sé ekki komið inn í íslenskt samfélag fyrstu dagana. Á meðan er verið að meta hvort fólk sé með algerlega tilhæfulausar umsóknir og beri þar af leiðandi að fara frá landinu,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra vill fá reynslu á nýsamþykktar breytingar á útlendingalögum áður en þeim verði breytt frekar.Stöð 2/Bjarni Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umsóknum um alþjóðlega vernd og þeim sem byggju í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar fara hratt fækkandi. Á meðan hælisleitendur væru nokkur þúsund væru innflytjendur sem kæmu hingað til að vinna hins vegar tugir þúsunda. „Ég tel að það sé mikilvægt að við horfum til þeirra breytinga sem hafa verið gerðar. Við leyfum áhrifum þeirra að koma fram,“ segir Guðmundur Ingi. Hann muni leggja fram frumvarp í nóvember um heildarstefnu í málefnum innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið. Til að mynda með meiri og betri íslenskukennslu. Heldur þú að þetta muni skapa núning á milli stjórnarflokkanna? Sumir segja að það sé nóg af honum fyrir. „Er það nokkuð meiri núningur en hefur verið í þessum málaflokki. Við vitum af því að við erum ekki sammála um öll mál þegar kemur að útlendinga- og innflytjendamálum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Sjá meira
Málefni útlendinga hafa verið eldfim í samskiptum þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnin samþykkti þó heildarstefnu í málefnum útlendinga í febrúar, sem nær til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólk og innflytjendur. Í vor náði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra síðan að fá samþykkt frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem ætlað var fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd og einfalda afgreiðsluferlið. Þá er öllum gert að yfirgefa landið innan 30 daga sem ekki fá samþykkta alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra vill að komið verði upp búsetuúrræði í nálægð Keflavíkurflugvallar fyrir annars vegar þá sem senda á úr landi og hins vegar fyrir nýkomna hælisleitendur á meðan staða þeirra er könnuð.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að gera enn frekari breytingar á útlendingalögunum. Samræma þurfi regluverkið löggjöf á Norðurlöndum og almennt meðal ríkja innan Schengen samstarfsins. „Ég hef nefnt þegar til dæmis einstaklingur sem hlotið hefur vernd hér á Íslandi gerist sekur um alvarlegan glæp sé hægt að svifta viðkomandi einstakling verndinni,“ segir Guðrún. Það væri bæði flókið og alvarlegt að svifta fólk vernd og því þyrfti að vanda vel til verka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin þurfa að vera í stöðugri uppfærslu og í samræmi við löggjöf nágrannalanda.Stöð 2/Bjarni Dómsmálaráðherra vill afnema ákvæði um að allir sem ekki hafi fengið efnislega meðferð sinna mála innan 18 mánaða verði að fá efnislega niðurstöðu. Þetta tíðkaðist ekki annars staðar og væri séríslensk regla. Koma ætti upp búsetuúrræði í nálægð við Keflavíkurflugvöll með takmörkunum fyrir hælisleitendur sem hafi verið synjað um hæli. „Enda erum við eina Schengen ríkið, í Schengen samstarfinu, sem er ekki með brottfararúrræði fyrir fólk sem fær synjun og ber að fara frá landinu,“ segir dómsmálaráðherra. Sömuleiðis þurfi að vera til svipað búsetuúrræði fyrir þá sem komi til landsins og óski verndar. Það væri bagalegt að hafa slíka móttökumiðstöð við Barónsstíg í miðborginni. „Og hefði viljað sjá þessa móttökumiðstöð í meiri nálægð við flugvöllinn. Þannig að fólk sé ekki komið inn í íslenskt samfélag fyrstu dagana. Á meðan er verið að meta hvort fólk sé með algerlega tilhæfulausar umsóknir og beri þar af leiðandi að fara frá landinu,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra vill fá reynslu á nýsamþykktar breytingar á útlendingalögum áður en þeim verði breytt frekar.Stöð 2/Bjarni Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umsóknum um alþjóðlega vernd og þeim sem byggju í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar fara hratt fækkandi. Á meðan hælisleitendur væru nokkur þúsund væru innflytjendur sem kæmu hingað til að vinna hins vegar tugir þúsunda. „Ég tel að það sé mikilvægt að við horfum til þeirra breytinga sem hafa verið gerðar. Við leyfum áhrifum þeirra að koma fram,“ segir Guðmundur Ingi. Hann muni leggja fram frumvarp í nóvember um heildarstefnu í málefnum innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið. Til að mynda með meiri og betri íslenskukennslu. Heldur þú að þetta muni skapa núning á milli stjórnarflokkanna? Sumir segja að það sé nóg af honum fyrir. „Er það nokkuð meiri núningur en hefur verið í þessum málaflokki. Við vitum af því að við erum ekki sammála um öll mál þegar kemur að útlendinga- og innflytjendamálum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Sjá meira