Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2024 19:21 Um tíma gátu flóttamenn frá Venezuela nánast skilyrðislaust fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Síðan var því breytt og fólk sem verið hefur á Íslandi um mánaða eða áralangt skeið er nú sent til baka. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. Málefni útlendinga hafa verið eldfim í samskiptum þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnin samþykkti þó heildarstefnu í málefnum útlendinga í febrúar, sem nær til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólk og innflytjendur. Í vor náði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra síðan að fá samþykkt frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem ætlað var fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd og einfalda afgreiðsluferlið. Þá er öllum gert að yfirgefa landið innan 30 daga sem ekki fá samþykkta alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra vill að komið verði upp búsetuúrræði í nálægð Keflavíkurflugvallar fyrir annars vegar þá sem senda á úr landi og hins vegar fyrir nýkomna hælisleitendur á meðan staða þeirra er könnuð.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að gera enn frekari breytingar á útlendingalögunum. Samræma þurfi regluverkið löggjöf á Norðurlöndum og almennt meðal ríkja innan Schengen samstarfsins. „Ég hef nefnt þegar til dæmis einstaklingur sem hlotið hefur vernd hér á Íslandi gerist sekur um alvarlegan glæp sé hægt að svifta viðkomandi einstakling verndinni,“ segir Guðrún. Það væri bæði flókið og alvarlegt að svifta fólk vernd og því þyrfti að vanda vel til verka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin þurfa að vera í stöðugri uppfærslu og í samræmi við löggjöf nágrannalanda.Stöð 2/Bjarni Dómsmálaráðherra vill afnema ákvæði um að allir sem ekki hafi fengið efnislega meðferð sinna mála innan 18 mánaða verði að fá efnislega niðurstöðu. Þetta tíðkaðist ekki annars staðar og væri séríslensk regla. Koma ætti upp búsetuúrræði í nálægð við Keflavíkurflugvöll með takmörkunum fyrir hælisleitendur sem hafi verið synjað um hæli. „Enda erum við eina Schengen ríkið, í Schengen samstarfinu, sem er ekki með brottfararúrræði fyrir fólk sem fær synjun og ber að fara frá landinu,“ segir dómsmálaráðherra. Sömuleiðis þurfi að vera til svipað búsetuúrræði fyrir þá sem komi til landsins og óski verndar. Það væri bagalegt að hafa slíka móttökumiðstöð við Barónsstíg í miðborginni. „Og hefði viljað sjá þessa móttökumiðstöð í meiri nálægð við flugvöllinn. Þannig að fólk sé ekki komið inn í íslenskt samfélag fyrstu dagana. Á meðan er verið að meta hvort fólk sé með algerlega tilhæfulausar umsóknir og beri þar af leiðandi að fara frá landinu,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra vill fá reynslu á nýsamþykktar breytingar á útlendingalögum áður en þeim verði breytt frekar.Stöð 2/Bjarni Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umsóknum um alþjóðlega vernd og þeim sem byggju í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar fara hratt fækkandi. Á meðan hælisleitendur væru nokkur þúsund væru innflytjendur sem kæmu hingað til að vinna hins vegar tugir þúsunda. „Ég tel að það sé mikilvægt að við horfum til þeirra breytinga sem hafa verið gerðar. Við leyfum áhrifum þeirra að koma fram,“ segir Guðmundur Ingi. Hann muni leggja fram frumvarp í nóvember um heildarstefnu í málefnum innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið. Til að mynda með meiri og betri íslenskukennslu. Heldur þú að þetta muni skapa núning á milli stjórnarflokkanna? Sumir segja að það sé nóg af honum fyrir. „Er það nokkuð meiri núningur en hefur verið í þessum málaflokki. Við vitum af því að við erum ekki sammála um öll mál þegar kemur að útlendinga- og innflytjendamálum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Innflytjendamál Keflavíkurflugvöllur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Málefni útlendinga hafa verið eldfim í samskiptum þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnin samþykkti þó heildarstefnu í málefnum útlendinga í febrúar, sem nær til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólk og innflytjendur. Í vor náði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra síðan að fá samþykkt frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem ætlað var fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd og einfalda afgreiðsluferlið. Þá er öllum gert að yfirgefa landið innan 30 daga sem ekki fá samþykkta alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra vill að komið verði upp búsetuúrræði í nálægð Keflavíkurflugvallar fyrir annars vegar þá sem senda á úr landi og hins vegar fyrir nýkomna hælisleitendur á meðan staða þeirra er könnuð.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að gera enn frekari breytingar á útlendingalögunum. Samræma þurfi regluverkið löggjöf á Norðurlöndum og almennt meðal ríkja innan Schengen samstarfsins. „Ég hef nefnt þegar til dæmis einstaklingur sem hlotið hefur vernd hér á Íslandi gerist sekur um alvarlegan glæp sé hægt að svifta viðkomandi einstakling verndinni,“ segir Guðrún. Það væri bæði flókið og alvarlegt að svifta fólk vernd og því þyrfti að vanda vel til verka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin þurfa að vera í stöðugri uppfærslu og í samræmi við löggjöf nágrannalanda.Stöð 2/Bjarni Dómsmálaráðherra vill afnema ákvæði um að allir sem ekki hafi fengið efnislega meðferð sinna mála innan 18 mánaða verði að fá efnislega niðurstöðu. Þetta tíðkaðist ekki annars staðar og væri séríslensk regla. Koma ætti upp búsetuúrræði í nálægð við Keflavíkurflugvöll með takmörkunum fyrir hælisleitendur sem hafi verið synjað um hæli. „Enda erum við eina Schengen ríkið, í Schengen samstarfinu, sem er ekki með brottfararúrræði fyrir fólk sem fær synjun og ber að fara frá landinu,“ segir dómsmálaráðherra. Sömuleiðis þurfi að vera til svipað búsetuúrræði fyrir þá sem komi til landsins og óski verndar. Það væri bagalegt að hafa slíka móttökumiðstöð við Barónsstíg í miðborginni. „Og hefði viljað sjá þessa móttökumiðstöð í meiri nálægð við flugvöllinn. Þannig að fólk sé ekki komið inn í íslenskt samfélag fyrstu dagana. Á meðan er verið að meta hvort fólk sé með algerlega tilhæfulausar umsóknir og beri þar af leiðandi að fara frá landinu,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra vill fá reynslu á nýsamþykktar breytingar á útlendingalögum áður en þeim verði breytt frekar.Stöð 2/Bjarni Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umsóknum um alþjóðlega vernd og þeim sem byggju í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar fara hratt fækkandi. Á meðan hælisleitendur væru nokkur þúsund væru innflytjendur sem kæmu hingað til að vinna hins vegar tugir þúsunda. „Ég tel að það sé mikilvægt að við horfum til þeirra breytinga sem hafa verið gerðar. Við leyfum áhrifum þeirra að koma fram,“ segir Guðmundur Ingi. Hann muni leggja fram frumvarp í nóvember um heildarstefnu í málefnum innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið. Til að mynda með meiri og betri íslenskukennslu. Heldur þú að þetta muni skapa núning á milli stjórnarflokkanna? Sumir segja að það sé nóg af honum fyrir. „Er það nokkuð meiri núningur en hefur verið í þessum málaflokki. Við vitum af því að við erum ekki sammála um öll mál þegar kemur að útlendinga- og innflytjendamálum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Innflytjendamál Keflavíkurflugvöllur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira