Ólympíufari á yfirsnúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:01 Það er mjög mikið að gera hjá sundkappanum þessa dagana. Már Gunnarsson undirbýr þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Paris á sama tíma og hann vinnur að plötu og tónleikum. @margunnarsson Már Gunnarsson er einn af fimm íslenskum keppendum á Ólympíumóti fatlaðra í París sem hefst í næstu viku. Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson) Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira
Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson)
Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira