„Árbærinn er vaknaður“ Kári Mímisson skrifar 18. ágúst 2024 22:08 Fylkismenn unnu afar dýrmætan sigur í Kórnum í kvöld. vísir/Diego Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. „Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“ Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
„Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“
Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki