Rauðu örvarnar koma síðdegis til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2024 12:52 Rauðu örvarnar á flugsýningu. Níu flugvélar skipa sveitina. Wikimedia/Adrian Pingstone Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands. Ráðuneytið segir að áætlaður lendingartími Rauðu örvanna sé á tímabilinu 16 til 17:30. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að von væri á flugsveitinni til Keflavíkur klukkan 15:50. Hún myndi aðeins hafa skamma viðdvöl á Íslandi og gert væri ráð fyrir brottför klukkan níu í fyrramálið. Í flugturninum áttu menn ekki von á öðru en hefðbundinni lendingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hyggst taka á móti flugsveitinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag kom fram að Þórdís Kolbrún yrði viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar „rauðu örvarnar leika listir sínar“. Núna virðist ólíklegt að ráðherrann fái að sjá mikla loftfimleika. Rauðu örvarnar koma hingað frá Bretlandi á leið sinni vestur um haf. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í mánaðarlanga sýningarför um Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ráðuneytið segir að áætlaður lendingartími Rauðu örvanna sé á tímabilinu 16 til 17:30. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að von væri á flugsveitinni til Keflavíkur klukkan 15:50. Hún myndi aðeins hafa skamma viðdvöl á Íslandi og gert væri ráð fyrir brottför klukkan níu í fyrramálið. Í flugturninum áttu menn ekki von á öðru en hefðbundinni lendingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hyggst taka á móti flugsveitinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag kom fram að Þórdís Kolbrún yrði viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar „rauðu örvarnar leika listir sínar“. Núna virðist ólíklegt að ráðherrann fái að sjá mikla loftfimleika. Rauðu örvarnar koma hingað frá Bretlandi á leið sinni vestur um haf. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í mánaðarlanga sýningarför um Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins.
Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25