„Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2024 07:01 Langur batavegur er fram undan hjá Pablo Punyed en hann lítur á björtu hliðarnar á meiðslunum. Vísir/Ívar „Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni. Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira