„Á góðum degi þar sem morgunsólin vekur mann þá byrjum við við eldhúsgluggann á bakvið hús og getum opnað hann upp á gátt. Þar sitjum við á meðan við erum að spá og spegúlera í daginn,“ segir Agnes Ósk meðal annars í þættinum.
Þau hjónin fundu svo náttúrulegan vín og bjórkæli í tjörninni í garðinum. Þar er að finna gróðurhús, hengirólur og útiarin svo fátt eitt sé nefnt. „Þó það sé rigning úti, að finna regnið bylja á glerþakinu, það er yndislegt.“