Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 11:51 Trump þegar hann sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu forseta árið 2018. Adelson var eiginkona milljarðamæringings Sheldon Adelson sem styrkti framboð Trump. Vísir/EPA Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent