Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 11:51 Trump þegar hann sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu forseta árið 2018. Adelson var eiginkona milljarðamæringings Sheldon Adelson sem styrkti framboð Trump. Vísir/EPA Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira