Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 11:51 Trump þegar hann sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu forseta árið 2018. Adelson var eiginkona milljarðamæringings Sheldon Adelson sem styrkti framboð Trump. Vísir/EPA Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira