Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 09:08 Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, á fundi hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Hann kemur ríkisstjórninni til varnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. Verðbólga á ársgrundvelli mældist 6,3 prósent í síðasta mánuði og eimir enn eftir af verðbólguskoti sem kom eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þrátt fyrir viðvarandi verðbólgu hefur verið uppi ákall frá verkalýðshreyfingunni og fleiri hagaðilum að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína. Ríkisstjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir stöðuna í efnaghagsmálum. Í aðsendri grein á Vísi í morgun gagnrýnir Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, umræðu um verðbólguna og að skuldinni sé skellt á ríkisstjórnina eina. „Í almennri umræðu hafa spjótin beinst að ríkinu, sem út af fyrir sig er skiljanlegt. Það sem virðist til viðbótar hafa gerst er að einföldum staðreyndum um þróun mála og þekktum kenningum hagfræðinnar sé öllum snúið á hvolf til þess að gera ríkið alfarið ábyrgt fyrir verðbólgunni. Við viljum öll vinna bug á verðbólgunni, en með röngum sjúkdómsgreiningum mun það ekki takast,“ skrifar Konráð. Ríkissjóður ekki prentað eina krónu Þrátt fyrir að peningamagn í umferð hafi vaxið um 68 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 segir Konráð að ríkissjóður hafi ekki prentað eina krónu af þeim 1.203 milljörðum króna sem hafi bæst við í tíð hennar. „Ríkissjóður hefur vissulega verið rekinn með halla en sá halli hefur verið fjármagnaður með lántöku sem býr ekki til nýja peninga heldur færir þá einfaldlega frá þeim sem spara og til ríkissjóðs.“ Þess í stað hafi vöxtur peningamagns fyrst og fremst orðið í fjármálakerfinu, meðal annars af utanaðkomandi ástæðum. Augljósasta ástæðan síðustu ár hafi verið lágir vextir Seðlabankans. Orsakir verðbólgunnar séu þó mun margslungnari en svo að hún ráðist alfarið af aðgerðum Seðlabankans. Ríkisstjórnin segir Konráð hafa gætt aðhalds í ríkisfjármálum frá 2022 og lagst á móti hratt vaxandi eftirspurn sem á sinn þátt í þrálátri verðbólgunni. Rökræða megi hvort ríkisstjórnin hafi gert nógu mikið en aðhaldið hafi verið til staðar. Þannig hafi viðsnúningur orðið í rekstri ríkissjóðs frá faraldrinum. Árið 2020 hafi hann verið rekinn með 300 milljarða króna halla en í fyrra var hallareksturinn kominn niður í tuttugu milljarða. Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum frá því í fyrra vegna viðvarandi verðbólgu.Vísir/Vilhelm Laun hækkað um 42 prósent á fjórum árum Þá segir Konráð að fullyrðingar um útgjaldavöxt ríkissjóðs undanfarin ár orðum auknar. Gengið sé út frá að sá vöxtur sé alfarið orsök en ekki afleiðing mikillar verðbólgu. Þegar tekið hafi verið tillit til verðbólgu og mikilla launahækkana nemi raunútgjaldavöxtur ríkisins þremur prósentum frá 2017, 0,4 prósentum á ári að meðaltali. Nær helming útgjaldaaukningarinnar megi rekja til launahækkana og afleiddra áhrifa þeirra. Samtals hafi launakostnaður á vinnustund hækkað um 42 prósent síðastliðin fjögur ár. Á sama tíma hafi laun á Norðurlöndunum hækkað á bilinu níu til fjórtán prósent. „Varla er algjör tilviljun að á sama tíma sé verðbólga á undanhaldi eða löngu horfin á Norðurlöndunum. Það má líka segja að ef miklar launhækkanir hefðu ekki áhrif á verðlag væri búið að finna upp eilífðarvél til að auka kaupmátt með launahækkunum um alla framtíð. Svo er augljóslega ekki,“ skrifar Konráð. Áskrift á að hjakkast í sama farinu um ókomna tíð Efnahagsráðgjafinn segist ekki hafna því að ríkisfjármálin hafi áhrif á verðbólgu og vaxtastig en þau áhrif séu þó allt önnur og mögulega minni en margir virðist telja. Halda þurfi áfram á braut hæfilegs aðhalds og tryggja að nýir langtímakjarasamningar haldi til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Ef Íslendingum er síðan alvara um að ná varanlegum verðstöðugleika og þar með vaxtastigi sem er sambærilegt þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, er fyrsta skrefið að greina hvert vandamálið er. Rangfærslur um peningaprentun ríkissjóðs eða að einblína á ríkissjóð eins og að aðrir þættir skipti ekki máli eru hins vegar bein leið að því að halda áfram að hjakkast í sama farinu um ókomna tíð,“ skrifar Konráð. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Rekstur hins opinbera Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Verðbólga á ársgrundvelli mældist 6,3 prósent í síðasta mánuði og eimir enn eftir af verðbólguskoti sem kom eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þrátt fyrir viðvarandi verðbólgu hefur verið uppi ákall frá verkalýðshreyfingunni og fleiri hagaðilum að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína. Ríkisstjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir stöðuna í efnaghagsmálum. Í aðsendri grein á Vísi í morgun gagnrýnir Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, umræðu um verðbólguna og að skuldinni sé skellt á ríkisstjórnina eina. „Í almennri umræðu hafa spjótin beinst að ríkinu, sem út af fyrir sig er skiljanlegt. Það sem virðist til viðbótar hafa gerst er að einföldum staðreyndum um þróun mála og þekktum kenningum hagfræðinnar sé öllum snúið á hvolf til þess að gera ríkið alfarið ábyrgt fyrir verðbólgunni. Við viljum öll vinna bug á verðbólgunni, en með röngum sjúkdómsgreiningum mun það ekki takast,“ skrifar Konráð. Ríkissjóður ekki prentað eina krónu Þrátt fyrir að peningamagn í umferð hafi vaxið um 68 prósent frá því að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 segir Konráð að ríkissjóður hafi ekki prentað eina krónu af þeim 1.203 milljörðum króna sem hafi bæst við í tíð hennar. „Ríkissjóður hefur vissulega verið rekinn með halla en sá halli hefur verið fjármagnaður með lántöku sem býr ekki til nýja peninga heldur færir þá einfaldlega frá þeim sem spara og til ríkissjóðs.“ Þess í stað hafi vöxtur peningamagns fyrst og fremst orðið í fjármálakerfinu, meðal annars af utanaðkomandi ástæðum. Augljósasta ástæðan síðustu ár hafi verið lágir vextir Seðlabankans. Orsakir verðbólgunnar séu þó mun margslungnari en svo að hún ráðist alfarið af aðgerðum Seðlabankans. Ríkisstjórnin segir Konráð hafa gætt aðhalds í ríkisfjármálum frá 2022 og lagst á móti hratt vaxandi eftirspurn sem á sinn þátt í þrálátri verðbólgunni. Rökræða megi hvort ríkisstjórnin hafi gert nógu mikið en aðhaldið hafi verið til staðar. Þannig hafi viðsnúningur orðið í rekstri ríkissjóðs frá faraldrinum. Árið 2020 hafi hann verið rekinn með 300 milljarða króna halla en í fyrra var hallareksturinn kominn niður í tuttugu milljarða. Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum frá því í fyrra vegna viðvarandi verðbólgu.Vísir/Vilhelm Laun hækkað um 42 prósent á fjórum árum Þá segir Konráð að fullyrðingar um útgjaldavöxt ríkissjóðs undanfarin ár orðum auknar. Gengið sé út frá að sá vöxtur sé alfarið orsök en ekki afleiðing mikillar verðbólgu. Þegar tekið hafi verið tillit til verðbólgu og mikilla launahækkana nemi raunútgjaldavöxtur ríkisins þremur prósentum frá 2017, 0,4 prósentum á ári að meðaltali. Nær helming útgjaldaaukningarinnar megi rekja til launahækkana og afleiddra áhrifa þeirra. Samtals hafi launakostnaður á vinnustund hækkað um 42 prósent síðastliðin fjögur ár. Á sama tíma hafi laun á Norðurlöndunum hækkað á bilinu níu til fjórtán prósent. „Varla er algjör tilviljun að á sama tíma sé verðbólga á undanhaldi eða löngu horfin á Norðurlöndunum. Það má líka segja að ef miklar launhækkanir hefðu ekki áhrif á verðlag væri búið að finna upp eilífðarvél til að auka kaupmátt með launahækkunum um alla framtíð. Svo er augljóslega ekki,“ skrifar Konráð. Áskrift á að hjakkast í sama farinu um ókomna tíð Efnahagsráðgjafinn segist ekki hafna því að ríkisfjármálin hafi áhrif á verðbólgu og vaxtastig en þau áhrif séu þó allt önnur og mögulega minni en margir virðist telja. Halda þurfi áfram á braut hæfilegs aðhalds og tryggja að nýir langtímakjarasamningar haldi til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Ef Íslendingum er síðan alvara um að ná varanlegum verðstöðugleika og þar með vaxtastigi sem er sambærilegt þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, er fyrsta skrefið að greina hvert vandamálið er. Rangfærslur um peningaprentun ríkissjóðs eða að einblína á ríkissjóð eins og að aðrir þættir skipti ekki máli eru hins vegar bein leið að því að halda áfram að hjakkast í sama farinu um ókomna tíð,“ skrifar Konráð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Rekstur hins opinbera Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira