Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Björn er spenntur fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Vísir Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. „Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“